Birta stendur fyrir opnum húsum og undanfarna vetur hafa þau verið annan þriðjudag í mánuði frá september og fram í maí. Eins og um aðrar samverur á vegum Birtu þá ríkir algjör trúnaður um það sem rætt er um á slíkum stundum. Aðstöðu hefur Birta haft í Grafarvogskirkju.

Nokkrum sinnum yfir tímabilið koma sérfræðingar og ræða við okkur í um hálfa klukkustund um málefni sem varða úrvinnslu þeirra verkefna sem hver og einn einstaklingur stendur frammi fyrir.

Eftir erindið er kaffi og eitthvert meðlæti og gefst þá tækifæri til að ræða saman á tveggja manna tali eða í smáum og stærri hópum um það sem kom fram í erindi kvöldsins eða hvaðeina annað sem brennur á fólki.

Að minnsta kosti tvisvar yfir tímabilið kemur ekki fyrirlesari. Þá sitja viðstaddir og ræða saman um það sem kemur í hugann um úrvinnslu og uppbyggingu okkar hvers og eins. Enginn er samt skyldugur að taka til máls.

Vetrarstarf Birtu fer senn að hefjast. Fyrsta opna húsið verður þriðjudaginn 11. september 2018 kl. 20:00 í Grafarvogskirkju. Birta býður upp á stuðningshópa í vetur og þau sem kjósa að sækja slíka hópa látið vita í tölvupósti á birtalandssamtok@gmail.com  eða í síma 832 3400.

Opin hús í vetur verður á eftirfarandi dögum. Allar samverur verða annan þriðjudag mánaðar í Grafarvogskirkju og hefjast kl. 20:00.

11. september 2018
9. október 2018
13. nóvember 2018
25. nóvember 2018- Leiðisskreytingar
11.desember 2018 – Margrét Blöndal verður með fyrirlestur og  sorg og hátíðir
8. janúar 2019 –
12.febrúar 2019 –Júlía Guðrún mun kynna MA ritgerð sína „Þetta er sárt fyrir okkur líka –
líðan systkina og reynsla af stuðningi í kjölfar skyndilegs systkinamissis“.
12.marz 2019 –
9.apríl 2019 – 
14.maí 2019 –

Beztu kveðjur

F.h. Birtu landssamtaka

Sveinbjörn Bjarnason

sími: 832 3400
netfang: birtalandssamtok.is
vefsíða: www.birtalandssamtok.is