Ég heiti Emma Agneta og missti son minn Blæng Mikael Bogason í bílveltu 1. mars 2013 en hann var 12 ára fæddur 19. febrúar 2001. Ég sagði við hann daglega að hann væri besti drengur í heimi, og hann við mig á móti að ég væri besta mamma í heimi. Það voru okkar orð til hvors annars. Ég hef skrifað mikið um sorg mína og birt á facebook en ég læt fylgja hér nokkrar hugleiðingar mínar.
————————————————————
Hugsað upphátt:
Þetta er tilraun til að útskýra hvernig upplifun það er að missa barn og úrvinnsluna eftirá. Það var búið að útskýra fyrir mér að heilinn væri eins og nokkurskonar skjalaskápur og þegar maður missir barnið sitt skyndilega splundrast skjalaskápurinn og möppurnar/skjölin (allar okkar fyrri upplifanir og reynsla) fara í einn hrærigraut, höggið er það mikið. Hvergi í skápnum var að finna skjal „barnsmissir“ þannig að nýtt skjal verður til. Fyrst um sinn er maður algjörlega dofinn og á sjálfstýringu. Ég upplifði það þannig í ca. 1.5 ár. Eftir þann tíma var farið í tiltekt og smám saman endurraðað aftur í möppurnar. Nema hvað, ég upplifði að mappan „Kjartan“ fjölfaldaðist í þessari sprenginu. Í tiltektinni fór því eintak af Kjartani með í hverja einustu möppu. Það er einhvernveginn þannig að Kjartan er í huga mér og hjarta hverja einustu stund, hvern einasta dag. Hann opnast með í hverri möppu. Það minnir allt á hann. Það er sama hvað ég er að fást við. Lykt, hljóð, staðir, atvik, tónlist, myndir, fólk … allt minnir mig á hann. Enda er ljósritað eintak af þessari elsku allsstaðar. Kærleikur til ykkar.
Elín B. Birgisdóttir
—————————————————————
Bréf til sonar:
Elsku Sigurbjörn minn.
Núna ætti ég að vera að pakka inn afmælisgjöfinni þinni, en ekki skrifa minningargrein. Þú, eins og systkini þín, hefur alltaf verið mitt stolt. Þú sem varst svo hjálpsamur, tilfinninganæmur, brosandi og bjartur. Þú, elskan mín, sem áttir svo bjarta framtíð, átt yndislegan ungan son, sem ekki skilur af hverju pabbi varð allt í einu engill, um leið og hann er svo stoltur af flottasta pabba-englinum á himnum. Allur þinn stóri frábæri vinahópur, sem á svo erfitt með að skilja „af hverju?“ Amma, systkini þín, ættingjar, skólafélagar, það er sko enginn smáhópur sem syrgir þig, elskan mín. Mikið sakna ég þín sárt. Að þurfa að virða þína ákvörðun er hart og kalt fyrir okkur sem eftir erum. Það er líka svo auðvelt fyrir alla að hugsa, æ, af hverju sagðir þú ekkert, æ, af hverju baðstu ekki um hjálp, en ég veit betur, þessi ákvörðun var þín, þú taldir hana réttasta.
Ef einhver sem þetta les hefur gælt við að taka líf sitt, vil ég sem syrgjandi móðir segja þetta: Reyndu að stýra hugsunum þínum inn á braut birtunnar, því hún er þarna á bak við myrkrið. Líttu út um glugga og sjáðu lífið, þú ert þátttakandi í því, og heimurinn, ættingjarnir, vinirnir eða aðrir, verða aldrei betur komnir án þín en með. Hugsaðu um alla sem hægt er að leita til. Þeir eru margir sem vilja hlusta á þig, ef þú bara vilt. Ekki bera einmanaleikann, sorgina, áhyggjurnar einn. Það er öllum ofviða, ekki bara þér. Kannski er sá fyrsti sem þú velur upptekinn eða treystir sér ekki, gefstu ekki upp, prófaðu einhvern annan. Það borgar sig, líf þitt er í húfi. Ættingjar, vinir, læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, prestar, vinalínan, reyndu, bara ekki gefast upp.
Lífið á sína miklu fegurð, við þurfum að finna hana og sjá. Hún kemur ekki endilega af sjálfri sér, við þurfum að þræða okkur að henni. Við erum aldrei svo ein að ekki sé einhver sem vill styðja okkur. Ekki leyfa eigin vanlíðan að sigra þig. Sigra þú hana, með allri þeirri hjálp og aðstoð sem þú þarft. Sigurlaunin þín verða betri líðan og lífið sjálft í allri sinni fegurð. Mundu að lífið er ekki flókið, það erum við mennirnir sem flækjum það, og þurfum því að greiða úr flækjunum sjálfir.
Um leið og ég kveð þig, elsku Sigurbjörn minn, langar mig líka til þess að þakka allan þann ómælda samhug og stuðning sem ég og fjölskylda mín höfum notið. Sérstakar þakkir vil ég senda öllum þeim, sem hafa styrkt Grétar Rafn litla til framtíðar, séra Önnu Sigríði Pálsdóttur, öllu þessu frábæra unga fólki sem hefur sýnt okkur svo mikinn samhug og gefið okkur svo mikinn styrk. Guð veri með ykkur öllum. Guð geymi þig, elsku sonur.
Þín mamma.
Margrét Erla
————————————————————
Ég heiti Emma Agneta og missti son minn Blæng Mikael Bogason í bílveltu 1 mars 2013. en hann var 12 ára fæddur 19. febrúar 2001 ég sagði við hann daglega að hann væri besti drengur í heimi, og hann við mig á móti að ég væri besta mamma í heimi. Það voru okkar orð til hvors annars. Ég hef skrifað mikið um sorg mína og birt á facebook en ég læt fylgja hér nokkrar hugleiðingar mínar.
Óumflýgjanlega þarf ég að sættast við missinn, en stundum til að lifa af hef ég afneitað staðreynd dauðans, ég reyni að horfa svo á að ég er aðeins 3 ára í minni sorg. Þráin eftir barninu mínu hverfur eflaust aldrei, en ég hef oft beitt sjálfan mig mikilli hörku. Ég grét í fyrsta sinn fyrir framan yngri son minn, fyrir stuttu síðan. Hann bleytti þvottapoka og ég hélt áfram að gráta meðan hann settist rólegur í sófan og hafði litlar áhyggur af þessu.
Mest af öllu í lífinu þarf ég að berjast við sjálfan mig, auðvitað með guðs hjálp.
Það hefur veitt mér oft styrk að fá að skrifa hér út í alheiminn.
Ástin lifir í hjartanu og með tímanum verður maður sjálfur minna dofinn.
Fyrsta árið reynir maður hreinlega bara að lifa af, og hjá mér hefur það tekist misvel.
Ég er oft glöð þrátt fyrir allt og gleymi mér í andartakinu.
Margt hefur breyst og margir vinir og fjölskyldumeðlimir fjarðlægst sem er kannski eðlilegt því að ég hef einangarað mig verið bitur reið og gert mörg mistök.En áfram heldur gangan. Það má tala um sorg í dag árið 2016.
skrifað 22.05.2016.
Tárin sem ég geymi inni í mér eru að brjótast út, Guð hvað ég sakna hans mikið svo mikið, kærleikurinn hans þakklæti og gleði. Ást og friður. sum tímabil eru bara erfiðari en önnur allir þessir dagar, afmæli skýrnardagur, dánardagur, dagurinn sem hann var jarðsungin og svo blessaðir páskarnir núna. Mig langar að sökkva ofan í jörðina.
skrifað 30..03.2016.
Ég man það að Blængur var aldrei orðin of stór til að kúra í faðmi mínu, Guð hvað ég þakka fyrir það. Faðmur móðir er alltaf þarna þó þið verðið stór. Sigtryggur Kristófer á líka mitt faðm. Þegar bróðir hans dó lá hann ofan á mér gjörsamlega og skynjaði minn missi, en hann gaf mér faðminn sinn og gerir enn og ég honum. BÖRN eru svo einstök og dýrmæt, ég gæfi mikið fyrir faðminn hans Blængs en hann er þarna enþá inn í hjartanu, ást sem börnin okkar gefa og er svo falleg og skyliðislaus. smá hugleiðingar kvöldsins
skrifað. 18. 03 2016.
Elsku sonur minn ég sé þig fyrir mér á fallegum stað þar sem Sigga Amma og þú haldast í hendur, ég held að heimurinn þarna hinumeginn sé hulinn mannlegum sársauka og þar sértu Elsku Blængur minn glaður og frjáls. Engin í heimi hér kemur í þinn stað, ekkert blóm ekkert barn engin önnur mannvera. Enda varst þú einstakur og gafst mér allt sem að móður getur óskað sér. Ég reyni að lifa áfram stundum er það svo ófullkomið og ég sjálf svo ósköp mannleg. Þú sagðir við mig að ég væri besta mamma í heimi og ég sagði við þig að þú værir besti drengur í heimi. Ég læri að lifa á ný án þín á jörðinni okkar, og skil að tómleikinn er og verður alltaf hluti af mér þegar þú kvaddir þennan heim. Ég lifi fyrir mig, vinir hjálpa, fjölskylda hjálpar að gefa af sér hjálpar, að vera vinur hjálpar, að vera móðir hjálpar, að vera hluti af heild hjálpar. En ekkert er eins og þú enda geri ég ekki þær kröfur á neinn hlut eða manneskju, sumt fólk heldur að eitthvað komi í staðinn en þannig er það bara alls ekki. Sorg mína ber ég mest þegar ég er ein, ég er ekki að tala mikið um sársaukann, og hyldýpi tómarúmsins, en ég deili minningum mínum með þér með öðrum,þá vel ég að tala um þig í gleði, hversu fyndinn þú varst, stríðinn og hugmyndir þínar og pælingar svo sérstakar, fyrir mér ertu alltaf til í Hjartanu. Okkar leiðir munu mætast einn daginn ég veit ekki hvenar og fæ ekki að velja hvenar. Það á engin að koma í þinn stað það myndi ég ekki vilja. Núna óska ég þess að ég gæti haldið í hönd þína ég óska þess reyndar oft og ímynda mér þig nálægð þína og lygtina af þér, faðm þinn og þig elsku sonur minn, stundum hugsa ég hvort þú stækkir þarna hinumeginn sért orðin stór, ég óska mér að hafa þig. En til eru börn sem aldrei verða menn og sumar óskir rætast ekki. Mig langar oft svo margt að segja þér frá systkynum þínum ég veit að þú værir svo stoltur. Sorg og gleði eru systur tvær. Ég þakka fyrir allar minningar um þig og reyni að vera dugleg. Allaf er ég þín Mamma þó að ég hafi verið með þig bara í láni.
Ég þakka það að hafa fengið þig í 12 ár gimsteinninn minn frábrugðinn öllum öðrum steinum jarðar, enda er enginn steinn eins.
skrifað 27.01.2016
Ég á líka góða daga og stundir sem ég er þakklát fyrir, en ég nota fésbókina oft til þess að fá útrás fyrir sorg mína og minningar, það hjálpar mér eitthvað. Finnst eins og ég sé að deila sögu og tilfinnigum mínum af Blæng Mikael með alheiminum. Það hefur hjálpað mér að skrifa mig frá sorginni en þíðir ekki samt að ég sé á vonlausum stað það er bara eitthvað svo gott við að skrifa þetta frá sér eins og ég get.
08.01.2016.
sé þig ekki með augum mínum
sé þig með hjarta og sál minn
þrá mín eftir þér
sest svo oft að mér
Hér á jörðinni okkar í desember
Horfin ertu augum mínum
ég sé þig samt í huganum mínum
Núna nálgast jólin
mig langar svo að sjá gleði þína
bros þitt og þennan dimma húmor þinn
horfa á þig leika þér
halda í hönd þína og Blængur þú ert
alltaf besti drengur í heimi
ég fæ þetta ekki skilið að hafa misst þig
þetta er ekki sanngjart
ég vil snúðinn minn
skrifað 11.12.2015.
Mér finnst ég líka vera opna farveg að sorgin er raunveruleg staðreynd í lífi okkar margra, svo lengi var bannað að tala og skrifa um hana, sú vanþekking er en til staðar og mig langar að leggja mitt af mörkum að eyða því. Kærleikur Ég þakka það að hafa fengið þig í 12 ár gimsteinninn minn frábrugðinn öllum öðrum steinum jarðar, enda er enginn steinn eins.Mig langar líka segja ykkur að ég er í stuðningshóp sem heitir Dagrenning og þar höfum við foreldrar talað saman um missinn. Hittumst og gerum ýmislegt. Borðum saman, spjöllum, og höfum farið í einu sinni á hótel sigló og borða saman farið í pottin og gist eina nótt. Það er einstaklega hjálplegt að vera hluti af hóp. Við höfum líkað farið saman í kirkjugarðinn.
—————————————————————-