Lög Birtu samtaka
Samtök foreldra & forráðamanna sem misst hafa börn / ungmenni skyndilega.
Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi með samþykki 2/3 fundarmanna. Breytingartillögur skulu hafa borist stjórn í tæka tíð fyrir aðalfund.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
- Samþykkt á stofnfundi þann 7. desember 2012 í Grafarvogskirkju í Reykjavík.
- Breyting gerð á aðalfundi þann 26. apríl 2016
- Breyting gerð á aðalfundi þann 21. maí 2019
- Ákvæði til bráðabirgða: Á stofnfundi eru þrír stjórnarmenn kosnir til eins árs og þrír til tveggja ára.
- grein: Samtökin heita Birta – landssamtök foreldra/forráðamanna sem misst hafa börn/ungmenni skyndilega.
- grein: Heimili samtakanna er Grafarvogskirkja v/Fjörgyn 112 Reykjavík og varnarþing er í Reykjavík.
- grein: Samtökin eru vettvangur foreldra/forráðamanna barna (0-18 ára) og ungmenna (18-25 ára) sem látist hafa skyndilega. Undir skyndilegt dauðsfall flokkast öll dauðsföll sem ekki gera boð á undan sér, hvort heldur sem orsökin eru líffræðileg, viðkomandi hafi fallið fyrir eigin hendi eða annarra, horfið eða látist af slysförum.
Samtökin fylgja ekki strangri aldursskilgreiningu. - grein: Tilgangur samtakanna og markmið er:
a) Að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu, til sjálfstyrkingar fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. b) Að standa fyrir árlegum hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn með uppbyggjandi fræðslu og endurnærandi hvíld að leiðarljósi. - grein: Félagar geta orðið: a) Foreldrar/forráðamenn sem misst hafa börn og/eða ungmenni með skyndilegum hætti, sbr. 3. grein. b) Félagsaðild er óháð búsetu og trúfélagsaðild.
- grein: Stjórn samtakanna er skipuð formanni og sex meðstjórnendum. Stefnt skal að því að hafa sem jafnast hlutfall milli landsbyggðar og höfuðborgar. Formaður skal kosinn til eins árs í senn en aðrir stjórnarmenn og tveir skoðunarmenn reikninga til tveggja ára. Kjósa skal um formann á stofnfundi samtakanna. Stjórn samtakanna getur tilnefnd framkvæmdastjóra utan stjórnar, gerist þess þörf.
Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en í lok apríl ár hvert. Aðalfundur skal boðaður skriflega, með bréfi, tölvupósti eða auglýsingu í fjölmiðlum. Boðað skal til aðalfundar með tveggja vikna fyrirvara.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur.
3. Lagabreytingar, enda hafi þeirra verið getið í fundarboði og þær kynntar þar.
4. Kosning stjórnar aðal- og varamanna auk skoðunarmanna reikninga.
5. Ákvörðun um árgjald
6. Mál sem getið er um í fundarboði.
7. Önnur mál - grein: Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi með samþykki 2/3 fundarmanna. Breytingartillögur skulu hafa borist stjórn í tæka tíð fyrir aðalfund.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á stofnfundi þann 7. desember 2012 í Grafarvogskirkju í Reykjavík.
Breyting gerð á aðalfundi þann 26. apríl 2016