Hugleiðingar

Ég heiti Emma Agneta og missti son minn Blæng Mikael Bogason í bílveltu 1. mars 2013 en hann var 12 ára fæddur 19. febrúar 2001. Ég sagði við hann daglega að hann væri besti drengur í heimi, og hann við mig á móti að ég væri besta mamma í heimi. Það voru okkar orð til hvors annars. Ég hef skrifað mikið um sorg mína og birt á facebook en ég læt fylgja hér nokkrar hugleiðingar mínar.

—————————————————

Sólargeislar brjótast fram í frostinu og glampa á spegilsléttri Tjörninni. Í bakhúsi á Bjarkargötunni taka hjónin Pétur Emilsson og Sigrún Edda Sigurðardóttir á móti blaðamanni með þeim orðum að þar sé fullt hús af fólki sem vilji tala við hann, spyrja síðan hvort hann hræðist hunda og hleypa tveimur út. Þeir flaðra upp um blaðamann og hnusa forvitnir, spretta síðan úr spori á lóðinni, frelsinu fegnir áður en þeir eru kallaðir aftur inn.

Blaðaviðtal við forsprakka Birtu landsamtaka – Lesa meira

—————————————————-

Ég ætla að gefa mér smá tíma til að setja saman okkar sögu og eins um viku í Skálholti sem ég fékk að fara á sem var meðvirknisnámskeið með Sr Önnu Sigríði Pálsdóttur og það var ég sem stóð fyrir því með Lenu Rós Matthíasdóttr að það voru stofnaður Sorgarhópur í Grafarvogskirkju fyrir foreldra sem höfðu misst barn/ungmenni þar sem ég var einmitt leitandi í sorginni og vildi hitta aðra foreldra sem höfðu því miður sömu lífsreynslu.. En sonur okkar hann Jón Ævar Ármannsson var í sturtu heima á aðfangadag 2006 þegar hann hneig hniður í sturtunni og fór í hjartastopp og lungun fylltust af vatni, hjarta hans var komið aftur í gang og var honum haldið sofandi og í kælingu  og fleira til 3 janúar 2007 en þá þurftum við foreldrarnir að taka þá ákvörðun að slökkva. Og í framhaldi af þessum sorgarhópi okkar stofnaði ég hóp á Facebook sem heitir Verndarengillinn og vildi fara með það verkefni enn lengra og gera þetta stærra og við Lena Rós settum okkur í samband við Pétur sem hafði misst dóttur sína Stefaníu sem kom og hitti okkur foreldranna og dætur okkar hér á heimili okkar í Grafarvoginum þar sem ég fann síðuna sem þau bjuggu til og keypti geisladiskinn Kærleik og svo hittumst við í nokkur skipti og ræddum um þörfina á því að það yrðu til Samtök til að styðja foreldra sem misst hafa og syrgja og áður en ég vissi af að þá var komið að því Stofnfundur Birtu varð að veruleika í Grafarvogskirkju og Pétur og Edda og við Lena Rós og fleiri vorum búin að rúlla þessari hugmynd af stað og þetta var orðið að samtökum sem að hafa vaxið og dafnað og eru að gera góða hluti með gott fólk við stjórnvölinn. Ekki grundaði mig að þessi erfiða og hræðilega Lífsreynsla mín sem byrjaði með viðtölum hjá Lenu Rós í sorg minni að þetta yrði að veruleika en það er nú raunin og er þetta akkúrat það sem vantaði nauðsynlega en var því miður ekki til þegar við fjölskyldan lendum í þessu stóra áfalli og miklu sorg og það verður að passa það að foreldrar fái strax að vita af Birtusamtökunum um leið og þau lenda í áfalli vegna andláts barns/ungmenni því að við erum svo ein þegar á þessu stendur og þá þarf svona stuðningsnet að vera strax til staðar eða þau fái strax upplýsingar um hvert þau geti leitað 🙂 Sendi þér okkar frásögn þegar hún verður klár ætla að fá eiginmanninn og dæturnar í það verkefni með mér sem fyrst og þá getið þið birt okkar lífsreynslusögu af því að missa son og bróður.

Kærlekskveðja
Lísebet Unnur Jónsdóttir

Facebook
Instagram