Fyrstu skrefin eftir andlát

Auk þess sem nauðsynlegt er að halda utan um hvert annað og fjölskylduna, þá þurfa aðstandendur að takast á við fjölmarga þætti sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir og bjuggust ekki við að þurfa að vinna í.

Setjumst niður með góðum vinum og förum yfir nöfn þeirra sem við þurfum að láta vita af því sem gerst hefur. Látum önnur verkefni, þó brýn séu, bíða aðeins.

Ekki er óeðlilegt að biðja um aðstoð við að sinna þeim verkefnum, aðstandendur upplifa sig oft ófæra um að leysa úr slíkum verkefnum. Fæstir þekkja til verkefnanna en útfararstofur, prestar og forstöðumenn safnaða eru ávallt fúsir til að leiðbeina.

Þó umrótið sé mikið er okkur nauðsyn að huga að okkar eigin líðan og annarra í fjölskyldunni, gæta þess að ganga ekki um of á orku okkar.

Útför

Dánarvottorð

Facebook
Instagram