Fræðsla
Sorgin
Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Hún er sammannleg tilfinning, eðlileg viðbrögð við missi, en þó fer hvert og eitt okkar á sinn eigin hátt í gegnum ferlið sem tekur við eftir dauðsfall náins ástvinar.
Mörgum hefur reynst vel að leita skilnings og stuðnings bæði hjá fagfólki og einnig meðal þeirra sem skilja af eigin raun hversu erfitt er að fóta sig í þessari framandi veröld sem okkur var varpað inn í án þess að fá nokkru um það ráðið; svipt valdinu til að stjórna eigin lífi.
Ýmis konar lesefni stendur okkur til boða og undir hlekkjunum hér er að finna gagnlegar greinar og góð ráð fyrir okkur sem syrgjum og einnig þá sem standa okkur næst.