Merki Birtu

Hönnuður merkisins, Þorkatla Elín Sigurðardóttir er með BA próf í grafískri hönnun LHÍ og BSc próf í sálfræði frá HR.

„Þetta var eitt af skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið af mér líklega vegna þess að hugmyndi kom svo fljótt í ferlinu. Þegar ég byrjaði að vinna í merkinu þá byrjaði ég á því að spyrja sjálfan mig: „hvað á þessi ólíki hópur fólks sameiginlegt,“ og mundi þá eftir viðtali sem ég hafði lesið við móður sem hafði misst barn sitt. Hún lýsti því hve litla innsýn aðrir hefðu í líðan hennar og hvernig reynt var að hughreysta hana með athugasemdum eins og „þetta jafnar sig“  og „þú eignast annað“ . Út frá því fannst mér rétt að merkið endurspeglaði það varanlega skarð/minningu sem verður eftir í hjarta foreldra sem misst hafa barn, en jafnfram vildi ég hafa heilaða bresti (von og bata) sem flestir vinna að hver á sinn hátt. Því hvet ég alla til að túlka merkið eins og hverjum finnst réttast þannig að það hafi persónulega merkingu fyrir hvern og einn“.

 

Facebook
Instagram