Félagið
Styrkja Birtu
Þeir sem vilja styrkja samtökin geta lagt inn á reikning
0331-26-1528
Kennitala samtakanna er
670514-1610

Jafningjastuðningur og önnur samvera á vegum Birtu-landssamtaka er opinn öllum sem misst hafa barn eða ungmenni skyndilega.
Birta stendur fyrir opnum húsum að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Við hittumst og spjöllum saman, deilum reynslu og styðjum hvert annað. Einnig er fastur liður í starfinu að félagsfólk og fjölskyldur hittast í aðdraganda jóla og útbúa skreytingar á leiði barnanna okkar, njóta veitinga og notalegrar samveru. Þessir viðburðir eru félagsfólki að kostnaðarlausu og ekki þörf á að greiða félagsgjald til að taka þátt í þeim. Nokkur skipti yfir veturinn fáum við fagfólk eða aðra sem geta miðlað þekkingu sinni eða reynslu, okkur til góðs og þeir fyrirlestrar og erindi eru einnig þátttakendum að kostnaðarlausu.
Félagsfólk sem greiðir árgjald í Birtu-landssamtökum getur sótt um eftirfarandi styrki.
Sálfræðistyrkur
Félagsfólk á rétt á sálfræðistyrk á ári hverju og árið 2025 styrkir Birta um 4 skipti hjá sálfræðingi. Senda skal umsókn á birtalandssamtok@gmail.com með kvittun fyrir útlögðum kostnaði og bankaupplýsingar fyrir millifærslu.
Hvíldarstyrkur
Þegar við erum í sorg er mikilvægt að geta “tekið sér hvíld frá sorginni” með því að skipta um umhverfi. Því veitir Birta félagsfólki styrki til sumarbústaðadvalar, hóteldvalar eða annarra ferða sem geta nýst félagsfólki í þessum tilgangi. Hvíldarstyrk má sækja um einu sinni á ári hverju og er styrkupphæðin árið 2025, 75.000,- krónur. Senda skal umsókn með kvittun fyrir útlögðum kostnaði og bankaupplýsingar fyrir millifærslu á netfangið birtalandssamtok@gmail.com
Útfararstyrkur
Félagsfólk í Birtu á rétt á útfararstyrk vegna útfarar barns og árið 2025 er sú upphæð 100,000,-krónur.
Senda skal umsókn á birtalandssamtok@gmail.com með kvittun fyrir útlögðum kostnaði og bankaupplýsingar fyrr millifærslu.
Flutningur til Íslands
Birta býr yfir sérstökum sjóði sem er ætlaður til að styrkja þá félagsmenn sem þurfa að flytja látið barn sitt heim til Íslands. Slíkar aðstæður geta kallað á mikil ófyrirséð útgjöld, eins og dýrt flug, hátt verð á gistingu og fleira. Sjóðurinn styrkir félagsmenn í þessum sporum um 200.000,- krónur. Umsókn skal senda á netfangið birtalandssamtok@gmail.com með kvittun fyrir útlögðum kostnaði og bankaupplýsingar fyrir millifærslu.
Lögfræðistyrkur
Félagsfólk sem þarf lögfræðiaðstoð í tengslum við andlát barns á rétt á styrk allt að 50,000,- krónur. Umsókn skal senda á netfangið birtalandssamtok@gmail.com með kvittun fyrir útlögðum kostnaði og bankaupplýsingar fyrir millifærslu.
Hvíldardvöl-samvera
Stefnt er að því að standa fyrir hvíldarhelgum árlega. Markmið þeirra er að félagsfólk geti notið hvíldar og uppbyggingar með jafningjastuðningi, fræðslu frá fagfólki og notalegri samveru í fallegu umhverfi. Hvíldarhelgar eru niðurgreiddar af Birtu fyrir þá félagsmenn sem greitt hafa árgjald.Ýmist að verulegu leiti eða að fullu.