Birta – landssamtök foreldra/forráðamanna
sem misst hafa börn/ungmenni skyndilega
boða til AÐALFUNDAR og opins húss
8.apríl kl 19:30
í Grafarvogskirkju
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar um starf samtakanna starfsárið 2024-2025.
- Ársreikningur fyrir 2024 lagður fram – umræður
- Lög Birtu / Breytingar ef á við
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
Formaður, Linda S Birgisdóttir -gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku í 1.ár.
Gjaldkeri, Sigga Ósk Jónsdóttir -gefur kost á sér áfram
Sesselja Hreinsdóttir -lýkur stjórnarsetu
Gunnar Viðar Jónsson- lýkur stjórnarsetu
Konráð Halldór Konráðsson-lýkur stjórnarsetu
Að þessu sinni óskum við eftir 3 nýjum aðilum í stjórnina og eru áhugasamir félagsmenn eindregið hvattir til að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Með stjórnarsetu gefst tækifæri til að hafa bein áhrif á starf samtakanna. Nýjar hugmyndir um það hvernig hægt er að styðja enn betur við foreldra og forráðamenn sem misst hafa barn eða ungmenni skyndilega eru vel þegnar.
Gott er að tilkynna áhuga til þátttöku í stjórn á netfanginu birtalandssamtok@gmail.com og mun kosning milli áhugasamra fara fram á fundinum.
Seta stjórnarmanna er 2 ár í senn. 1 ár fyrir formann samtakanna.