Að þessu sinni fáum við Ólöfu Sverrisdóttur til okkar í Birtu,en hún skrifar „Það eru ýmsar leiðir til að vinna sig út úr sorg og erfiðum tilfinningum. Að skrifa sig frá sorginni hefur reynst mörgum öflug leið til sjálfsheilunar.
Ólöf hefur leitt námskeiðið „Að skrifa til að lifa“ til margra ára og fjallar um þær aðferðir sem hafa reynst vel til að opna fyrir tilfinningar og jafnvel öðlast sátt eftir áföll og erfiða atburði.“



