Húmor-harmur-bjargráð

Við í Birtu fáum hana Eddu Björgvinsdóttur til okkar á næsta opna húsi, þriðjudaginn 11.mars kl 20. Edda hefur meðal annars lagt stund á nám í jákvæðri sálfræði og sálgæslu og ætlar halda fyrir okkur fyrirlestur. Erindi sitt kallar hún Húmor-harmur og bjargráð. Að loknum fyrirlestrinum gefst tækifæri á spjalli og Birta býður upp á smávegis veitingar. Fyrirlesturinn ferm fram í kjallara Grafarvogskirkju og er félagsfólki að kostnaðarlausu. Okkur þætti vænt um að fá skráningar á viðburðinn á fésbókarsíðu Birtu landssamtaka.

Scroll to Top