Hvíldar- og fræðsluhelgi Birtu. Hótel Reykholt 27.-28. september 2025

Hvíldar-og fræðsluhelgi Birtu-landssamtaka 2025.

Dagana 27.-28. september á Hótel Reykholti í Borgarfirði.

Dagskráin hefst með sameiginlegum hádegisverði kl:12 í matsal hótelsins.

Fyrirlestur helgarinnar hefst kl 14 og fer fram í Héraðsskólanum í Reykholti.

Þorsteinn Guðmundsson Stephensen er fyrirlesari helgarinnar og kallar hann fyrirlestur sinn

Hvíta tjaldið innra með okkur.

Þorsteinn Guðmundsson Stephensen er sálfræðingur og leikari. Hann starfar á Landspítalanum, á Bráðamóttöku geðsviðs, í Verkjateymi Landspítalans og í hlutastarfi á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.  

Fyrirlestur Þorsteins fjallar um hugarmyndir sem eru þær myndir sem við sjáum fyrir okkur í huganum. Það geta verið minningar eða myndir sem við sköpum sjálf, svo sem framtíðarmyndir eða ímyndun. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hugarmyndir hafa mikil áhrif á líðan okkar og tilfinningar, jafnvel meira en orð og talað mál.  

Vinna með hugarmyndir hefur gefið góða raun í sálfræðimeðferð þar sem unnið er með áföll, missi og sorg.  

Um kl 17 verður boðið upp á jóga í sama sal.

Hildur Gylfadóttir er grunnskólakennari og jógakennari. Frá árinu 2003 hefur hún kennt jóga við hinar ýmsu heilsuræktarstöðvar í Reykjavík en lengst af var hún með sinn eigin hóp undir nafninu Lunayoga. Á árunum 2016 til 2018 rak hún Yogasmiðjuna í Grafarvogi ásamt því að kenna jóga.

Í jógatímum helgarinnar verður unnið með flæði á milli jóga hreyfinga, hugleiðslu og slökunar. Jóga hreyfingarnar verða mjúkar teygjur til að dýpka enn frekar hugleiðslu og slökunar áhrifin. Unnið verður með orkuna sem við viljum byrja hvern dag með og með því setja tóninn fyrir allt líf okkar.

Sameiginlegur kvöldverður kl 20 í matsal hótelsins með spjalli og samveru fram eftir kvöldi

Morgunverður

Um klukkan tíu a sunnudagsmorgni býður Hildur aftur upp á sína dásamlegu jógaslökun.

Við ljúkum þessari samveru með ferð í Kraumu,Birta býður upp á baðferðina og snarl á eftir,en við eigum bókaðan sameiginlegan hádegisverð þar kl 13.

Félagsmenn Birtu greiða aðeins skráningargjald kr 5.000- makar sem ekki eru skráðir félagsmenn greiða kr 10.000-. Annar kostnaður við helgina er í boði Birtu, fyrir utan drykki.

Reikningsupplýsingar: 331-26-1528 kennit:6705141610 Skýring: Reykholt

Skráningargjöldin eru óafturkræf.

Félagsmenn teljast þeir sem greiða árgjald 2025.

Til þess að skrá sig í ferðina er sendur póstur á birtalandssamtok@gmail.com.  Skráningu þarf að fylgja kvittun fyrir skráningargjaldinu, nafn og kennitala þátttakanda.  Einnig þarf að taka fram ef um einhverskonar matarofnæmi eða aðrar sérþarfir er að ræða.

Best er að senda spurningar ef einhverjar eru á birtalandssamtok@gmail.com 

Scroll to Top