Riddarar kærleikans

Nemendur Hraunvallaskóla í Hafnarfirði eru Riddarar kærleikans, en í því felst að leita leiða til að gera góða hluti fyrir samfélagið. Unglingadeild skólans hljóp áheitahlaup og styrkti Birtu-landssamtök um 54.500,-krónur. Stjórn Birtu finnst mikilvægt að ungt fólk sem leggur sitt af mörkum til góðs fái viðurkenningu og þakkir. Því afhenti formaður Birtu, Guðbjörgu Hörpu deildarstjóra unglingadeildarinnar smá þakklætisvott til unglinganna. Myndin er tekin við það tækifæri.

Scroll to Top