Fyrirlestur Sigrúnar Sigurðardóttur um áföll og áhrif þeirra

Kæru Birtufélagar og aðrir velunnarar Birtu.
Þann 12.nóvember hittumst við í kjallara Grafarvogskirkju kl 19:45.

Við byrjum á því að fá góða gesti sem okkur langar að þakka fyrir styrktarátak þeirra gegn ofbeldi. Þeir Óskar Breki og Leó Estefan ákváðu að láta verkin tala gegn ofbeldi með því að hanna og setja í sölu, með aðstoð Meira.is, stuttermabol merktan „Veldu líf-ekki hníf“, þeir ákváðu að ágóðinn af hverju seldum bol ætti að renna til Birtu og hafa þannig safnað yfir 500 þúsund krónum sem munu nýtast Birtufélögum til góðs.

Kl: 20 Tekur svo við Dr. Sigrún Sigurðardóttir en hún er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og fjallað um hvað gerist í lífi og líkama við þau og hvaða leiða er hægt að leita til að ná bata og vellíðan.

Við vonumst til að Birtufélagar nýti sér þann fróðleik sem Sigrún hefur fram að færa og fjölmenni á fyrirlesturinn.

Scroll to Top