Aðalfundur Birtu Landssamtaka
Kæru Birtu félagar,
þriðjudaginn 9. maí 2022 verður aðalfundur Birtu haldinn í Grafarvogskirkju og hefst kl. 19:00.
Í framhaldi fundarins verður haldið opið hús sem hefst kl. 20:00.
Dagskrá aðalfundarins er:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur.
3. Kosning stjórnar aðal- og varamanna.
4. Önnur mál
Kær kveðja,
f.h. Birtu landssamtaka
Elísa Rós Jónsdóttir
—————-
Opið hús/Fyrirlestur
Bergþóra Ingþórsdóttir verður með fyrirlestur hjá Birtu þriðjudaginn 9. Febrúar kl. 20:00 í Grafarvogskirkju.
Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Facebook síðu Birtu.
Bergþóra lauk grunnnámi í félagsráðgjöf sumarið 2020 og lokaverkefni hennar hafði titilinn Frá andláti til sorgar.
- Skiptir máli hvernig andlát ber að þegar kemur að sorgarviðbrögðum aðstandenda?
- Þar skoðaði hún mismunandi sorgarúrvinnslu eftir því hvort andlát eru skyndileg eða hafa fyrirvara.
Bergþóra upplifði áfall þegar hún starfaði sem aupair erlendis, þá 19 ára gömul. Eitt barnanna á heimilinu var langveikt og lést litla stúlkan í svefni eina nóttina. Það var Bergþóra sem kom að stúlkunni. Hún ákvað að vera áfram hjá fjölskyldunni og vinna úr sorginni með fjölskyldunni.
Hún ætlar að fjalla um ritgerðina sína og aðdragandann að því að hún ákvað að fjalla um missi og mismun á fyrstu viðbrögðum eftir því hvernig andlát ber að.
Við minnum alla á að mæta með grímu og ef til þarf verður fjölda gesta skipt upp í hólf.
Kær kveðja
Stjórn Birtu
————-
Leiðisskreytingadagur 22. Nóvember
Kæru Birtu félagar,
Sunnudaginn 22. Nóvember er áætlað að vera með leiðisskreytingadaginn okkar. Þar komum við saman, eigum notalega stund og búum til fallega skreytingu á leiði barnanna okkar.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og fjöldatakmarkana, þurfum við að dreifa fjöldanum yfir daginn og til að sem flestir komist að, viljum við biðja ykkur um að takmarka fjölda þeirra sem koma úr hverri fjölskyldu, 2-3 úr hverri fjölskyldu væri vænlegast. Athugið að takmarkaður fjöldi er í boði, einungis 20 manns komast að í hvorn tíma.
Tímar sem eru í boði:
- A) 12:00-13:30
- B) 13:30-15:00
Við biðjum ykkur því kæru félagsmenn að skrá ykkur í skjalið hér fyrir neðan.
https://docs.google.com/document/d/1Y9-rRc8260D9UrHXyoONVWQ7dBePJM7NHjNfqvkj8MQ/edit?usp=sharing
Minnum einnig á að nauðsynlegt er að koma með vírklippur. Og auðvita er grímuskylda
Með kærri kveðju,
Stjórn Birtu
Fyrirlestur
Þriðjudaginn 10. nóvember n.k. kl. 20:00.
Hefur þú misst barn ?
Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson fjallar af eigin reynslu um skyndilegan barnsmissi og þann styrk sem hægt er að finna eftir slíkt áfall. Hann ætlar að leiða okkur inn í komandi jólahátíð og velta upp áskorunum sem foreldrar geta staðið frammi fyrir.
Fræðsluerindi – leiðbeiningar!
Hægt er að hlusta á fræðsluerindið með því að klikka á þennan hlekk: SMELLTU HÉR
Ef þú ert í tölvu: Klikkaðu á hnappinn „Ask to Join“
Ef þú ert í síma: Klikkaðu á hlekkinn og síminn sækir app til að vera með á fundinum.
Sláðu inn kóða: hdv-kmjw-bgv
Aðeins geta 100 tæki verið tengd við fundinn samtímis þannig að við hvetjum ykkur til að hlusta saman svo að sem flestir geti verið með.
Við erum öll að læra saman á breyttar aðstæður þannig að við gerum þetta í rólegheitunum.
Við hvetjum ykkur til að prófa ykkur áfram tímanlega.
Við minnum á neyðarsíma samtakanna: 832 3400
Með kærri kveðju,
Birta landssamtök
þriðjudaginn 9. maí 2020 verður aðalfundur Birtu haldinn í Grafarvogskirkju og hefst kl. 19:00.
Í framhaldi fundarins verður haldið opið hús sem hefst kl. 20:00.Dagskrá aðalfundarins er:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur.
3. Lagabreytingar, ef einhverjar
4. Kosning stjórnar aðal- og varamanna auk skoðunarmanna reikninga.
5. Ákvörðun um árgjald
6. Mál sem getið er um í fundarboði.
7. Önnur mál
Vegna Covid-19 er settur sá fyrirvari um að aðalfundur verði haldinn sem fjarfundur eða frestað. Nánari upplýsingar verða sendar síðar og eru félagsmenn hvattir til þess að fylgjast með á facebook og vefsíðu samtakanna þar sem nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur og línur skýrast.
Kær kveðja,
f.h. Birtu landssamtaka
Helena Rós Sigmarsdóttir
STYRKTARTÓNLEIKAR FYRIR BIRTU LANDSSAMTÖK 10. DES. KL. 19
Allur ágóði tónleikanna rennur til foreldra sem missa barn/ungmenni utan Íslands og þurfa að standa straum af þeim kostnaði sem því fylgir.
Enginn aðgangseyrir en tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.
Fram koma:
Gréta Salóme
Arnar Jónsson
Björn Kristinsson
Þorbjörn Rúnarsson
Samkór Reykjavíkur
Kvennakór Kópavogs
Fjarðartónar
Tónlistarstjóri: Keith Reed
Haldið í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, 101 Reykjavík.
Aðalfundur Birtu
Kæru Birtu félagar.
Þann 21. maí s.l. fór fram aðalfundur Birtu. Fámennt en góðmennt var á fundinum. Sveinbjörn Bjarnason gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður samtakanna né í stjórn þeirra. Stjórnin er því nú þannig skipuð:
Helena Rós Sigmarsdóttir, formaður
Selma Olsen, gjaldkeri.
Pétur Emilsson
Elín Björg Jónsdóttir
Konráð Halldórsson
Elín Björg Birgisdóttir
Elísa Rós Jónsdóttir
Varamaður:
Jón Gísli Guðlaugsson
Við kunnum Sveinbirni bestu þakkir fyrir hans störf en hann er einn af stofnendum samtakanna. Hann verður sem betur fer ekki langt undan því að hann mun áfram svara í neyðarsíma samtakanna og vera innan handar. Neyðarsími Birtu er: 832 3400
Við minnum á að foreldrar geta sent beiðni um styrki vegna sálfræði- og lögfræðiþjónustu og hvíldardaga á birtalandssamtok@gmail.com. Öllum fyrirspurnum er svarað.
Opin hús hefjast aftur í haust og verður dagskrá næsta vetrar kynnt fljótlega.
Með kærri kveðju,
Ágætu Birtu félagar
Ágætu Birtu félagar
Opið hús hjá Birtu landssamtökum
þriðjudaginn 12. febrúar 2019 kl. 20:00
í Grafarvogskirkju
Á samveruna mæta þær Júlía Guðrún Björnsdóttir félagsráðgjafi og
Elínborg Gísladóttir en þær búa báðar í Grindavík.
Júlía Guðrún mun kynna MA ritgerð sína „Þetta er sárt fyrir okkur líka –
líðan systkina og reynsla af stuðningi í kjölfar skyndilegs systkinamissis“.
Áreiðanlega verður mjög fræðandi og hlusta á Júlíu og Elínborg mun taka
þátt í samræðum en hún missti ung systkini og mun ræða um þann missi.
Heitt á könnunni.
F.h. Birtu landssamtaka
Sveinbjörn Bjarnason
form.
sími 832 3400
Helztu fréttir frá samtökunum:
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi 15. maí s.l. en hana skipa: Sveinbjörn Bjarnason, formaður; Helena Rós Sigmarsdóttir; Elín Björg Birgisdóttir; Selma Olsen; Pétur Emilsson; Elín Björg Jónsdóttir og Konráð Halldór Konráðsson. Varamaður í stjórn eru: Jón Gísli Guðlaugsson
Birta mun vera með kynningarbás á sýningunni Fit and Run sem verður í Laugardalshöll dagana 16. og 17. ágúst n.k. https://www.fitrunexpo.is/. Þar munum við kynna samtökin, hvað þau standa fyrir og hvert starf þeirra er. Hvet ykkur til að líta þar við hafið þið nokkurn kost á.
Birta verður þátttakandi í Reykjavíkurmaraþoni sem fram mun fara laugardaginn 18. ágúst n.k. sjá nánari upplýsingar á https://www.rmi.is/dagskra-hlaupadags. Undanfarin ár hefur Birta notið góðs af miklum velvilja fólks sem hefur hlaupið til styrktar samtökunum og einnig heitið á hlaupara. Hvet fólk til að hugsa til samtakanna við þennan atburð og hvetja aðra til að taka þátt.
Dagskrá komandi starfsárs, 2018-2019, er að mestu fyrirliggjandi. Við munum njóta velvilja ráðamanna Grafarvogskirkju eins og undanfarin ár og kunnum við stjórnendum þar miklar þakkir fyrir. Þar munu opnu húsin verða annan þriðjudag í mánuði. Leitast verður við að fá til okkar sérfróða einstaklinga til að flytja okkur fræðslu um málefni tengd okkar úrvinnslum. Fyrsta opna hús Birtu verður í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 11. september n.k. kl. 20:00 og svo áfram 9. október; 13. nóvember; 11. desember; 8. janúar; 13. febrúar; 13. marz; 9. apríl og 14. maí. Tilkynningar verða sendar til félagsmanna í tíma fyrir allar samverurnar.
Áformað er að ein samvera verði þar sem við kæmum saman og ynnum skreytingu á leiði barna okkar. Þetta hefur verið gert undanfarin ár og verið vel sótt. Nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.
Við vonumst til að geta verið með stuðningshóp á komandi hausti en nánar verður látið vita af því síðar. Þeim sem áhuga hefðu á að taka þátt í slíku starfi er velkomið að hafa samband í síma samtakanna eða um netfang.
Minni á síma samtakanna 832 3400 en þar er alltaf svarað. Hikið ekki við að hringja ef ykkur liggur á. Minni einnig á netfang samtakannabirtalandssamtok@gmail.com
Beztu kveðjur
F.h. Birtu landssamtaka
Sveinbjörn Bjarnason
sími: 832 3400
netfang: birtalandssamtok@gmail.com
vefsíða: www.birtalandssamtok.is
Beztu kveðjur
F.h. Birtu landssamtaka
Sveinbjörn Bjarnason
sími: 832 3400
netfang: birtalandssamtok@gmail.com
vefsíða: www.birtalandssamtok.is
Kæru vinir,
tíminn líður og senn líður að Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst n.k. Eins og fyrri ár þá ætlum við hjá Birtu að leggja okkar að mörkum og styðja við okkar fólk.
Áheitasíðan okkar er á sínum stað og fara áheitin vel af stað.
https://www.hlaupastyrkur.is/…/charity/447/birta-landssamtok
Hlauparar sem safna áheitum fyrir Birtu geta komið við hjá okkur og fengið boli fyrir hópinn sinn – við stefnum á að vera með bás á FIT & RUN sýningunni dagana fyrir hlaupið.
Við erum endalaust þakklát fyrir ykkar stuðning og hvatningu.
Kær kveðja,
Aðalfundur samtakanna verður þriðjudaginn 15. maí 2018 kl. 18:00 í
Safnarðarheimili Grafarvogskirkju.
Fundarefni:
Aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga samtakanna.
Stjórnin
— — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — –
Opið hús hjá Birtu verður þriðjudaginn 11. september 2018 kl. 20:00 í
Safnaðarheimili Grafarvogskirkju.
Alltaf kaffi á könnunni.
Nokkuð hefur verið spurt um stuðningshóp á vegum Birtu.
Vek athygli á opnu húsi Birtu þriðjudaginn 13. marz n.k. kl. 20:00 í Grafarvogskirkju. Þar mun Gréta Jónsdóttir vera með fræðslu um sorg systkina.
Heitt á könnunni að vanda.
Beztu kveðjur
F.h. Birtu landssamtaka
Sveinbjörn Bjarnason
Kæru Birtu vinir
Það er Sigurður Arnarson sem sér um erindið en hann hefur þjónað sem prestur frá árinu 1995. Sigurður hefur m.a. lokið starfréttindanámi, sem sjúkrahúsprestur frá Meriter, sjúkrahúsinu í Wisconsin í Bandaríkjunum og starfað sem slíkur þar, í Bretlandi og Luxemborg. Sigurður er nú sóknarprestur Kópavogskirkju.
Ásamt Nýrri dögun stendur Birta, landssamtök að þessu fræðslukvöldi.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (ekki í kirkju).
Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Kæru Birtufélagar
Beztu kveðjur
Kæru Birtu vinir
Beztu kveðjur
Kæru vinir
Kæru Birtu félagar
Þriðjudaginn 12. september n.k. verður fyrsta opna hús hjá Birtu. Það verður í Grafarvogskirkju og hefst kl. 20:00. Kristín Kristjánsdóttir, djákni, mun flytja okkur fræðslu en auk þess að starfa sem djákni þá hefur hún mikla persónulega reynslu, hefur bæði misst barn og barnabarn.
Við hlökkum til að hitta ykkur.
Allir velkomnir.
Beztu kveðjur
F.h. Birtu landssamtaka
Sveinbjörn Bjarnason
Kæru félagar Birtu.
Dagana 17. og 18. ágúst næstkomandi verður Birta með bás á Fit & Run sýningunni í Laugardalshöllinni. Við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur í Höllina og njóta viðburðarins.
Ef einhver vill rétta hjálparhönd þá tökum við hjá stjórninni öllum fagnandi 🙂
Á laugardeginum, 19. ágúst, verður svo Reykjavíkurmaraþonið og að sjálfsögðu stöndum við hjá Birtu vaktina en við verðum með hvatningabás ásamt öðrum góðgerðarfélögum þar sem við ætlum að vökva keppendur.
Birta þakkar þeim sem heita á félagið enda vitum við hversu mikilvægt starf Birtu er. Hægt er að heita á Birtu á þessari slóð:
https://www.hlaupastyrkur.is/…
Þið megið gjarnan deila áheitasíðunni áfram 🙂
Á síðasta aðalfundi Birtu voru veittar tvær viðurkenningar fyrir frábæran árangur í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2016.
Viðurkenningu fengu hlaupahópur Jennýjar Lilju og tóku Rebekka Ingadóttir og Gunnar Lúðvik Gunnarssson foreldrar Jennýjar Lilju við viðurkenningunni.
Fanný Kristín Heimisdóttir tók við viðurkenningu fyrir sína hönd en hún hljóp í minningu sonar síns.
Við þökkum þessu flotta og kraftmikla fólki fyrir þeirra frábæra og óeigingjarna framlag.
Með kærleikskveðju,
Stjórnin
Kæru Birtu vinir