Almennar spurningar

Hvernig getur sorg líst sér?

Flestir segja að sorgin hafi fimm stig. Í bók sinni „Er dauðinn kveður dyra“ segir Elisabet Kübler-Ross læknir, að stigin séu þessi:

  1. Afneitun og einangrun
  2. Reiði
  3. Samningar
  4. Þunglyndi
  5. Jafnaðargeð

Þó þessi séu sögð stig sorgarinnar þá koma þau ekki endilega í þessari röð og ekki eru allir sem upplifa öll stigin.

Þegar við fáum fregn um ótímabært andlát þá er það oftast svo að við höfnum þeim fréttum sem er verið að flytja. Þetta getur ekki verið rétt. Doði gerir vart við sig og skynjun verður óljós. Þessi viðbrögð líkamans styðja við að komast í gegn um fyrstu andartökin, klukkustundirnar og dagana sem í hönd fara.

Reiði getur gert vart við sig. Við getum orðið reið út í þann sem flutti okkur skilaboðin, reið út í margt í aðstæðunum sem urðu til þess að ástvinur okkar dó.

Þegar tíminn líður þá kemst smátt og smátt á meira jafnvægi á tilfinningarnar. Við náum að átta okkur á því sem gerðist þó við séum ekki tilbúin að meðtaka sem sem veruleika. Hugsunin um að þetta geti ekki verið rétt kemur stöðugt upp í hugann.

Facebook
Instagram