Birta stendur fyrir opnum húsum og undanfarna vetur hafa þau verið annan þriðjudag í mánuði frá september og fram í maí. Aðstöðu hefur Birta haft í Grafarvogskirkju.
Á opnum húsum er ekki veitt fagleg þjónusta heldur erum við saman komin til að veita hvert öðru styrk í sorginni og ræða saman um það sem kemur í hugann um úrvinnslu og uppbyggingu okkar hvers og eins. Enginn er samt skyldugur að taka til máls, það getur verið gott að hlusta engöngu fyrst um sinn.
Eins og um aðrar samverur á vegum Birtu þá ríkir algjör trúnaður um það sem rætt er um á slíkum stundum. Að minnsta kosti tvisvar yfir tímabilið eru haldnir fyrirlestrar af fagaðilum, sérfræðingum eða foreldrum með reynslu af barnsmissi. Fyrislestrar taka um hálfa til eina klukkustund um málefni sem varða úrvinnslu þeirra verkefna sem hver og einn einstaklingur stendur frammi fyrir. Eftir erindið er kaffi og eitthvert létt meðlæti og gefst þá tækifæri til að ræða saman á tveggja manna tali eða í smáum og stærri hópum um það sem kom fram í erindi kvöldsins eða hvaðeina annað sem brennur á fólki.