Útför

Hafa þarf samband við útfararstofu, prest eða forsvarsmann safnaða til að annast útförina.  Útfararstofur hafa flestar vefsíður þar sem þær kynna þjónustu sína. Þessi aðilar, í samráði við aðstandendur, finna dag/daga sem henta til kistulagningar og útfarar.

Útfararstofan finnur legstað, sem skal vera í kirkjugarði.

Útfararstofan útvegar flest sem eðlilegt er að notað sé við útför. Þær hafa til kistur, sem eru af misjöfnu útliti og á misjöfnu verði. Þær útvega einnig búnað í kistuna svo sem fóðrun að innan, sæng og kodda og líkklæði ef óskað er. Aðstandendur hafa val um að koma með sæng og kodda að heiman sem og fatnað til að klæða hinn látna í.

Þá aðstoðar útfararstofan við útvegun á tónlistarfólki, blómum, prentun sálmaskrár, allt eftir óskum aðstandenda.

Engin skylda er til að auglýsa andlát eða útför og almennt er það gert. Ríkisútvarpið, Rás 1, bjóða upp á þá þjónustu gegn gjaldi. Þá er hægt að fá auglýsingar birtar í dagblöðum. Rétt er taka fram í auglýsingu ef blóm eru afþökkuð og hver vilji er til að beina minningargjöfum.

Algengast er að prestur annist útför og að hún fari fram frá kirkju þó það sé ekki skylt.

Kistulagning / bænastund fer fram fáum dögum fyrir útför þó einnig sé algengt að hún fari fram sama dag og útförin. Þessar tímasetningar eru ávallt ákveðnar að höfðu samráði við aðstandendur.

 

Facebook
Instagram