Mismunandi stig sorgar

Sorg er fólgin í eðlilegum viðbrögðum við missi og felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Fólk upplifir sorg á mismunandi hátt tengt eftirfarandi þáttum: Tegund sorgar, tengslum við hinn látna, fyrri reynslu, trúarskoðunum, aldri og kyni syrgjandans. Konur tjá sig oft meira um sorgina en karlar, sérstaklega um depurð og ótta. Þrátt fyrir að sorgin geti verið mjög sársaukafull þá er hún mikilvægt skref í áttina að því bataferli sem er nauðsynlegt eftir missi. Sorg er ekki atburður, heldur ferli sem getur tekið langan tíma. Sorgin veldur breytingu á lífi þess sem syrgir. Það getur tekið langan tíma að vinna úr sorginni eftir missi ástvinar. Flestir ná einhvers konar sátt á einu til tveimur árum.

Ljónshjarta

Facebook
Instagram